Einn kosturinn við þessa kerru er að hún tekur lítið pláss í geymslu, en hún leggst saman. Þ.e. dekkið og armurinn leggjast inn á kerruna þegar hún er ekki í notkun og það fer ótrúlega lítið fyrir henni.

Hugmyndin að kerrunni kom frá mömmu og pabba því þau eru að plana að hjóla hringinn næsta sumar. Þá þurfa þau meiri farangur með sér og kerra sem dregin er eftir hjólinu gæti verið góður kostur. Þau báðu Elías um að leita eftir notaðri kerru á netinu, því svona kerrur kosta töluverðan pening nýjar út úr búð. Elías fór að leita, en fann ekki notaðar til sölu en sá hinsvegar margar gerðir og útgáfur af svona kerrum og taldi sig vel geta smíðað eina slíka. Svo hann gerði það og þetta er afraksturinn.