Óveður gengur nú yfir allt landið og björgunarsveitir um allt land standa í ströngu að bjarga því sem bjargað verður.
Litla gróðurhúsið mitt sem sett var upp í sumar var ekki að höndla veðurofsan og hafa plastplöturnar flokið af því. Flestum þeirra bjargaði nágranni okkar og setti inn í skúr hjá sér (mikið en nú gott að eiga góða nágranna).
Veðrið á ekki að ganga niður fyrr en annað kvöld en það náði hámarki á hádegi í dag. Við hér á suðvesturhluta landsins erum þó enn laus við snjóinn en annarstaðar á landinu er all á kafi í snjó.
Svo eru hér myndir teknar á vef Vegagerðarinnar. Rauðuhringirnir á efri myndinni tákna vind sem er meiri en 20 m/s. Á neðri myndinni sést færð á vegum landsins (eða á maður ekki frekar að segja ófærð).
2. nóvember 2012
1. nóvember 2012
Að velja rétta leið.
Í gærmorgun ákvað ég að fara auðveldari leið í vinnuna út af
veðri. Það var hvass vindur og
kalt. Svo ég fór Suðurlandsbrautina bæði
til vinnu og heim.
En í morgun virtist vera ágætis veður þegar ég steig út úr
húsi (þó búið væri að spá leiðinda veðri) og ég hugsaði með mér að líklega væri
þetta lognið á undan storminum og ég ákvað að fara mína venjulegu leið eftir
Sæbrautinni. Strax þegar ég var komin niður
Holtaveginn fann ég þó að þetta með lognið var ekki alveg rétt og hefur
vindáttin verið þannig að ekki fannst fyrir rokinu heima. Það var mótvindur en þó ekki nóg til að
hrekja mig af leið.
Þegar ég svo kom að sjónum var ég fyrst með hliðarvind en svo
var hann með mér. En lætin í sjónum var
eitthvað sem ég hafði ekki gert ráð fyrir.
Sem betur fer var ég í regnfatnaði því sjórinn gusaðist upp á stíginn
næstum alla leið. Framan af leit út
fyrir að ég næði að hjóla milli mestu gusanna en það entist ekki lengi. Nýja fína ljósið mitt sannaði sig hinsvegar
því það náði að lýsa upp stíginn nægilega til að ég sæi mölina sem sjórinn
hafði dreift yfir stíginn hér og þar.
Já það er stundum erfitt að velja réttu leiðina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...