Vefsíðan B
orgarvefsjá er með silldar tæki hjá sér sem heitir lifandi gögn og þar undir er hægt að velja að sjá "Snjóhreinsun göngu- og hjólaleiða" og er hægt að velja um 4 möguleika þar: Síðasta klst., síðustu 2 klst, síðustu 4 klst og síðustu 8 klst. Nema hvað að mitt hverfi, Laugardalur og þar um kring virðist ekki senda inn upplýsingar.
Það snjóaði í allan gærdag, ekkert mikið í heldina sen samt nóg til að tefja för á hjóli ef ekkert er búin að skafa og þá mundi nú muna mikið um það að geta séð þessar upplýsingar inni á Borgarvefsjánni.
Svo ég sendi athugasemd til þeirra um að þessi gögn vantaði með ósk um að það væri lagað. Vonandi verður hægt að koma þessum gögnum inn þarna eins og annarsstaðar.
Hér er mynd tekin af síðunni snemma í morgun. Ég veit að búið var að hreinsa stíginn við Langholtsveg og niður Álfheimana því þá leið fór ég til vinnu. En það er áberandi ekkert rautt í kringum Laugardalinn.