12. febrúar 2016

Alþjóðlegur dagur vetrarhjólreiða er í dag 12. febrúar 2016



Hér er kort af heimimum og kúlurnar sýna hvar menn hafa skráð sig til þáttöku og hversu margir:

Hér hef ég þysjað inn á landið mitt fagra:

Annað árið í röð sem ég tek þátt (og sem ég vissi af þessum viðburði).  Fór leiðina Álfheimar-Suðurlandsbraut-Laugavegur.  Hitamælirnn á húsinu mínu sagði -10°C en mælirinn við Laugaveg sagði -5°C.  Sama hvort er réttara þá var loftið sem ég andaði að mér kalt.
Sá 9 aðra á hjóli (sá fleiri í gær, eða 11, ætli menn hafi ruglast á dögum?).
Smellti af einni mynd á leiðinni, var þarna við Suðurlandsbrautina fyrir ofan Laugardalshöll.


4. febrúar 2016

Að velja leið til og frá vinnu.

Uppáhalds leiðin mín til og frá vinnu er meðfram Sæbraut.
Leiðin er greið og að mestu á stígum, það er bara í uppafi og enda ferða sem ég hjóla á götunni og þá þar sem umferðahraði er almenn ekki mikill.  Helsti gallinn við þessa leið er að hún getur verið vindasöm þar sem ekkert er til að stöðva eða hrindra vindinn.  En kosturinn er fallegt umhverfi sem virðist aldrei vera eins.  Svo er mikið til sama fólkið sem hjóar á móti á morgnana, sumir heilsa og aðrið ekki eins og gengur.

Ef eitthvað er að verði (rok aðallega) eða nýlega hefur snjóað þá fer ég þessa leið (að vetri til):
Hún er aðeins styttri en Sæbrautarleiðin, skjölbetri og svo til öll á stígum.  En maður er nær umferðinni og þarf oftar að fara yfir götur og það er helsti gallinn á þessari leið.  Umhverfið er heldur ekki eins skemmtilegt.  Hún er hinsvegar yfirleitt alltaf rudd áður en ég legg af stað og því vel ég hana þegar snjóað hefur um nóttina og eini hjólateljarinn á Íslandi er við þennan stíg, þó hann reyndar telji ekki hjól þegar þykkt lag af snó er yfir stígnum.

Þegar ekkert er að færð en rokið er mikið fer ég afbrygði af þessari leið í gegnum Laugardaginn.  Þar er alltaf gaman að hjóla (nema kannski á sumrin þegar margt fólk er á stígnum og erfitt er að komast leiðar sinnar).

En hvernig ákveð ég hvaða leið ég ætla að fara?
Jú hafi maður heyrt um það að von sé á slæmu veðri eða maður hreinlega heyrir það og sér í gegnum gluggann hjá sér þá fer ég inn á www.vegagerdin.is sem er að mínu viti besta síðan til að sjá hvernig veðrið er akkúrat núna.  Þar inni er síða sem kallast vegsjá og þar er þessi mynd:
Hér sé ég strax vindáttina og hversu kröftugur vindurinn er.  Reyndar hef ég ekki fundið lýsingu á því hvað litirnir á örvunum tákna en svartur/grár virðist vera logn, blár einhver blástur svo gulur og rauður er strakasti vindurinn.
Svo súmma ég inn að Reykjavík:
þarna hef ég smell á veðurör og fæ þá nokkuð góðar upplýsingar um hversu sterkur vindurinn er og vindhviður (stundum opnast myndir og þá þarf að fletta aftast í þeim til að sjá þessar veðurupplýsingar).
Ég fer líka inn á www.vedur.is sem er síða veðurstofunnar en mér finnst upplýsingarnar þar ekki eins góðar.  Það hefur líka margoft verið gefið út að ekki sé treystandi á myndupplýsingarnar og því verði að lesa textann og hann er yfirleitt svo almennur að mér finnst hann ekki nýtast mér til ákvaðanatöku.  En samt fer maður þar inn til að fá einhverja hugmynd um það hvað framundan er.
Svona er t.d. spáin fyrir daginn í dag um kl. 18 en þá er spáð stormi:


1. febrúar 2016

Hjólað í janúar 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 226 km, þar af 191 km til og frá vinnu og 35 km annað.

Hjólaði 19 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en var veik einn dag.  Sá að meðaltali 5 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 11 og minnst 2.

Svona segir endomondo.com að mánuðrinn hafi verið hjá mér.



Það snjóaði þónokkuð í mánuðinum og því fór ég oft leiðina Álfheima-Suðurlandsbraut-Laugarveg af því að á þeirri leið get ég almennt verið öruggari um að búið sé að skafa mesta snjóinn af stígunum.  Eins fer ég þá leið frekar ef það blæs mikið því hún er skjólbetri.  Snjórinn varð svo að klaka sem var leiðinlegur yfirferðar og þá var gott að komast á upphitaða stígnn á Laugarveginum.

Meðalhraði mánaðarins var 13 km/klst. 11. janúar (mánudagur) var merkilegur að því leiti að þann dag fór ég bæði hraðast yfir og hægast.  Á leið til vinnu var meðalhraðinn hjá mér 17 km/klst en á heimleið var meðalhraðinn 9 km/klst.  Um morguninn skráði ég hjá mér að klakinn væri svo til alveg farinn af stígunum og að veður væri stillt. En við fengum ekki lengi að njóta þess að hafa auða stíga því það fór að snjóa um daginn og því var færðin slæm á heimleið.  En það er einn af göllunum við snjóhreinsun á stígum að áhersla er lögð á að hreinsa stígana að morgni (sem er auðvitað frábært) en ekki farið yfir stígana aftur ef snóar yfir daginn eða skefur.

Að mínu mati væri mjög til bóta  ef borgin gæfi út og setti sér að halda ákveðnum leiðum hreinum og þá gæti maður reynt að koma sér á þá stíga þegar snjóar yfir daginn.  Eins finnst mér mikil synd að "lifandi" kortið á borgarvefsja.is sé ekki að virka.  Ef allt væri eins og það ætti að vera þá væri þar hægt að sjá hvaða stíga búið er að hreinsa og hversu langt er síðan (velur að skoða 1 kst aftur í tímann, 2 kst, 4 eða 8).  En vonandi kemst það einhverntíman í gagnið.

Hér eru svo tvær myndir sem ég klippti af endomondo.com sem sýnir afrek mín þar  frá því ég hóf að nota það forrit.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...