8. mars 2016
Það birtir til.
Þegar ég var rétt rúlmlega hálfnuð á leið minni til vinnu í morgun var slökkt á götulýsingunni. Samt var rigning og því ekki létt skýjað. Þetta er allt að koma hjá okkur.
1. mars 2016
Hjólað í febrúar 2016
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 210 km, þar af 203 km til og frá vinnu og 7 km annað.
Hjólaði 20 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en skildi hjólið eftir einu sinni vegna vinnu og veðurs.
Sá að meðaltali 6 á hjóli á morgnana. Mest taldi ég 11 og minnst 3.
Færðin hefur verið upp og niður í mánuðinum. Best er færðin fyrst eftir að það snjóar því þá er hreinsað. Ég setti meira að segja mynd inn á Samgönguhjólreiðar á Facebook þann 19. febrúar þar sem ég hrósaði snjóhreinsun þann daginn.
En í gær, síðasta dag febrúarmánaðar var færðin ekki skemmtielg, og ég velti því fyrir mér hvort maður sé bara að verða of gamall fyrir vetrarhjólreiðarnar. Það vantar nokkuð uppá að hreinsun stíga sé fylgt eftir og fariðyfir þá aftur, þó ekki hafi snjóað. því þegar það rignir, eins og gerðist í síðustu vikunni í febrúar þá breytast allar aðstæður og það sem var áður þéttur snjór breytist annaðhvort í slabb eða klaka og það eru ekki skemmtilegar aðstæður til að hjóla í.
Vonandi verður marsmánuður betri veðurlega séð.
Viðbót sett inn 7.3.2016:
Svona segir Endomondo að mánuðurinn hafi verið
Hjólaði 20 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en skildi hjólið eftir einu sinni vegna vinnu og veðurs.
Sá að meðaltali 6 á hjóli á morgnana. Mest taldi ég 11 og minnst 3.
Færðin hefur verið upp og niður í mánuðinum. Best er færðin fyrst eftir að það snjóar því þá er hreinsað. Ég setti meira að segja mynd inn á Samgönguhjólreiðar á Facebook þann 19. febrúar þar sem ég hrósaði snjóhreinsun þann daginn.
En í gær, síðasta dag febrúarmánaðar var færðin ekki skemmtielg, og ég velti því fyrir mér hvort maður sé bara að verða of gamall fyrir vetrarhjólreiðarnar. Það vantar nokkuð uppá að hreinsun stíga sé fylgt eftir og fariðyfir þá aftur, þó ekki hafi snjóað. því þegar það rignir, eins og gerðist í síðustu vikunni í febrúar þá breytast allar aðstæður og það sem var áður þéttur snjór breytist annaðhvort í slabb eða klaka og það eru ekki skemmtilegar aðstæður til að hjóla í.
Vonandi verður marsmánuður betri veðurlega séð.
Viðbót sett inn 7.3.2016:
Svona segir Endomondo að mánuðurinn hafi verið
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...