Í síðustu viku hjólaði ég á kóræfingu leiðina Laugardalur, Suðurlandsbraut, Laugavegur.
Ég fór sem sagt fram hjá hjólateljaranum og á leiðinni á æfingu var ég nr. 409 og nr. 440 á heimleið.
Nú viku seinna (og fyrsta dag í átakinu Hjólað í vinnuna) var ég nr. 528 á leið á æfingu og nr. 549 á heimleið. Gaman að því.
4. maí 2016
2. maí 2016
Hjólað í apríl 2016
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 320 km, þar af 229 km til og frá vinnu og 91 km annað.
Hjólaði alla 20 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Sá að meðaltali 14 á hjóli á morgnana. Mest taldi ég 29 og minnst 6. Það er mikil aukning frá mánuðunum á undan. Enda er vor í lofti og sólin farin að láta sjá sig snemma á morgnana. Þó var nokkuð kalt í mánuðinum og hitinn á nóttunni fór oft undir frostmark en þar sem þá var líka þurrt var ekki hætta á hálku.
Hér er svo til gamans hægt að sjá hreyfinguna mína frá því ég hóf að nota endomondo í stærra samhengi:
Póstur frá endomondo:
Hjólaði alla 20 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Sá að meðaltali 14 á hjóli á morgnana. Mest taldi ég 29 og minnst 6. Það er mikil aukning frá mánuðunum á undan. Enda er vor í lofti og sólin farin að láta sjá sig snemma á morgnana. Þó var nokkuð kalt í mánuðinum og hitinn á nóttunni fór oft undir frostmark en þar sem þá var líka þurrt var ekki hætta á hálku.
Hér er svo til gamans hægt að sjá hreyfinguna mína frá því ég hóf að nota endomondo í stærra samhengi:
Póstur frá endomondo:
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...