Þriðji vinnudagurinn á nýjum stað. Vegalengdin 12,7 km sem er 7 km lengri leið en ég hjólaði áður til vinnu og frá. Ég finn vel fyrir því. Er mjög svo orkulaus eftir vinnudaginn en treysti því að ég þurfi aðeins að ná upp betra þreki og þoli. Ég hef prófað nokkrar útfærslur af leiðinni og held ég sé búin að finna skástu leiðina. Þetta er svolítið mikið upp í móti á morgnana og þá niður í móti á heimleiðinni (sem er gott því ég er ferskari fyrst á morgnana).
Í morgun var mótvindur og ég fór nokkuð strembna leið (þ.e. langar brekkur) og ég tók hressilega á því. Sú leið er ágæt til að fara heim en ég held það borgi sig að sleppa síðustu brekkunni og taka frekar aðeins krók á morgnana.
Ég þarf að hjóla u.þ.b. 4 km á þjóðvegi 1 sem er ekki góð skemmtun en sem betur fer er góð vegöxl. En ég vildi svo gjarnan geta sleppt síðustu 5 km og spurning hvort maður reyni ekki að finna leið til að það sé hægt.
21. júní 2016
1. júní 2016
Hjólað í maí 2016
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 349 km, þar af 233 km til og frá vinnu og 117 km annað. Fór nokkrum sinnum lengri leiðina heim til að æfa mig. Vinnustaðurinn minn flytur í júní og þá næstum tvöfaldast sú leið sem ég mun fara til vinnu. Draumurinn er að halda áfram að hjóla og ætti það að vera gerlegt í sumar, en líklega ekki í vetur. Við sjáum til.
Hjólaði alla 20 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Sá að meðaltali 19 á hjóli á morgnana. Mest taldi ég 31 og minnst 3 (þann dag var grenjandi rigning og rok og kom þá berlega í ljós að ég þarf að fá mér nýjar regnbuxur).
Notaði sumarhjólið mest allan mánuðinn, þá tvo daga sem ég gerði það ekki var ég að fara með hjól dótturinnar og vetrarhjólið á verkstæði til að láta skipta yfir á sumardekkin og yfirfara hjólin eftir veturinn.
Hér er samantekt frá endomondo:
Meðal ferðatími til vinnu er kominn niður í 20 mín í maí. En svona hefur þetta verið það sem af er árinu.
Hjólaði alla 20 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Sá að meðaltali 19 á hjóli á morgnana. Mest taldi ég 31 og minnst 3 (þann dag var grenjandi rigning og rok og kom þá berlega í ljós að ég þarf að fá mér nýjar regnbuxur).
Notaði sumarhjólið mest allan mánuðinn, þá tvo daga sem ég gerði það ekki var ég að fara með hjól dótturinnar og vetrarhjólið á verkstæði til að láta skipta yfir á sumardekkin og yfirfara hjólin eftir veturinn.
Hér er samantekt frá endomondo:
Meðal ferðatími til vinnu er kominn niður í 20 mín í maí. En svona hefur þetta verið það sem af er árinu.
Í vinnu | Heim | |
Janúar | 23 mín | 27 mín |
Febrúar | 23 mín | 26 mín |
Mars | 22 mín | 23 mín |
Apríl | 21 mín | 22 mín |
Maí | 20 mín | 22 mín |
Átakið "Hjólað í vinnuna" var á tímabilinu 4.5.2016 til og með 24.5.2016. Þá er alltaf aukning á hjólandi, en mín tilfinning er sú að hún hafi ekki verið eins afgerandi og síðustu ár.
En þegar ég ber saman árin þá sést að menn hafa farið fyrr að stað að hjóla í ár og er aprílmánuður (og febrúar) að slá met skv. mínum talningum, en ég hef skráð hjá mér fjölda hjólandi sem ég sé á leið til vinnu síðan 2010. (Ef smellt er á myndina má sjá hana betur).
En nú er komið að lokum. Því eins og fyrr segir er vinnan mín að flytja og þá mun ég ekki lengur hjóla þessa sömu leið (fer oftast Sæbraut en Laugardal og Suðurlandsbraut ef veður og færð eru þannig að þær leiðir henta betur). En þá hefst nýr kafli og ný talning líkega.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...