2. desember 2017

Hjólað í nóvember 2017



Nóvember mánuður var einstaklega fallegur og gaf ég mér óvenju oft tíma til að stoppa og taka myndir.  Færðin var líka misjöfn og fór ég almennt hægar yfir.  Myndin hér fyrir ofan er tekin í byrjun mánaðarins.

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 218 km, allt til og frá vinnu hjólaði bara ekkert annað í mánuðinum. Sleppti einum degi af því hjólið fór á verkstæði.  Gírarnir frusu fastir og vildi ég láta athuga hvort hægt væri að gera eitthvað í því. Skipt var um vír og hann smurður með efni sem átti að koma í veg fyrir að hann frysi fastur. Það virkaði í nokkra daga en svo festist hann aftur.

Sá að meðaltali 9 aðra á hjóli á leið minni til vinnu

Hér eru svo nokkrar myndir:



Framkvæmdir í Elliðaárdal, verið að setja upp ljósastaura


Viðbót 5.12.2017:


Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...