Hjólaði samtals 157 km í mánuðinum þar af 121 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 23 vinnudögum. Byrjaði mánuðinn að jafna mig eftir veikindi og missti því út heila viku sem er leiðinlegt, en lítið við að gera.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 8 á hjóli, 1 á hlaupahjóli og 9 gangandi.
Heildar talning í mánuðinum var: 150 á hjóli, 11 á hlaupahjóli og 157 gangandi.
Veðrið í mars var almennt gott. Komu nokkrir ansi kaldir dagar en það er nú eðlilegt í mars.Varla sást snjór og ekki mikil úrkoma.
Hitakortið á Strava hefur ekki mikið breyst frá síðasta mánuði. Leiðin til og frá vinnu orðin skarpari af því það hjóla ég oftast.Hef enn ekki farið út fyrir höfuðborgarsvæðið, enda er ég lang mest í samgönguhjólreiðum og hjólið mitt er borgarhjól og hentar ekkert sérlega vel utan malbiks.