Hjólaði samtals 187 km í mánuðinum þar af 88 til og frá vinnu. Hjólaði 13 af 18 vinnudögum. Hjólið fór á verkstæði eftir vinnu 13. apríl. Þá voru nagladekkin tekin undan því og sumardekkin undir og almenn yfirferð. Fékk nýja bremsuklossa og smurningu og stillingu á gírum og svona almennt viðhald. Svo á meðan hjólið var í viðgerð labbaði ég í vinnuna, fyrir utan einn dag sem ég var á bíl. Tvo daga eftir að hjólið kom af verkstæðinu var snjóföl og möguleiki á hálku svo ég skildi hjólið eftir heima og labbaði.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði eða labbaði til vinnu): 11 á hjóli, 1 á hlaupahjóli og 13 gangandi.
Heildar talning í mánuðinum var: 188 á hjóli, 22 á hlaupahjóli og 213 gangandi.
Þeim fer ört fjölgandi sem eru í talningahópnum mínum og síðustu vikuna í apríl var mikil aukning enda er vor í lofti og sólin hefur verið að sýna sig.
Hitakortið í Strava heldur áfram að stækka og mér finnst ákaflega gaman að bæta línum við það.