4. júní 2021

Hjólað í maí 2021

 Hjólaði samtals 257 km í mánuðinum þar af 135 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 19 vinnudögum. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 20 á hjóli, 4 á hlaupahjóli og 11 gangandi.

Heildar talning í mánuðinum var: 361 á hjóli, 65 á hlaupahjóli og 202 gangandi.

Þetta er töluverð aukning í fjölda hjólandi og þeirra sem ferðast á hlaupahjóli, en mjög svipaður fjöldi gangandi og í síðasta mánuði. Átakið Hjólað í vinnuna stóð yfir tímabilðið 5. maí til og með 25. maí. Veðrið hafði leikið við höfuðborgarsvæðið alveg frá 26. apríl og þá strax varð töluverð fjölgun á fólki á stígunum og enn bætti í þegar átakið hófst.

Nokkrum línum bætt við hitakortið á Strava í mánuðinum, það er gaman að því.




Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...