1. júlí 2021

Hjólað í júní 2021

Hjólaði samtals 242 km í mánuðinum þar af 127 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 21 vinnudögum. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 3 á hlaupahjóli og 11 gangandi.

Heildar talning í mánuðinum var: 241 á hjóli, 58 á hlaupahjóli og 192 gangandi.


Hitakortið mitt á Strava lítur svona út núna:



Í eitt skipti fór í ég hjólatúr um hverfið með það að markmiði að bæta línum á kortið. Mig langði út að hjóla, nennti ekki langt og þetta er útkoman:



Nokkrum sinnum hef ég sótt ömmustrákinn á leikskólann og oft notum við tækifærið og stoppum einhversstaðar á leiðinni til að gæða okkur á t.d. rúsínum eins og á þessari mynd og skoða líf, gróður og umhverfið almennt. Ómetanlegur tími sem við fáum þarna saman.



Svo prófaði ég glænýjan stíg í mánuðinum sem verið er að vinna við. Hann er í Grafarvoginum utanverðum. Það var búið að malbika allan stíginn þegar ég fór um hann en greinilega eftir að fínpússa og ganga frá. En flottur stígur og fallegt umhverfi. Léttir líka leiðina ef ætlunin er að fara í Skemmtigarðinn t.d. því maður losnar við töluverða brekku.














Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...