20. nóvember 2021

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember.

Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á veturnar árið 2008 (sjá hér) er stórkostleg. Þvílíkar framfarir. Og þegar nýji sóparinn var tekinn í notkun (held fyrir tveimur árum) varð að mér finnst bylting. Ef maður kemst fljótt á aðalstíg þá er ekkert mál að hjóla þó snjór liggi yfir öllu.  

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hluta af leiðinni sem ég hjóla til vinnu, merkt með svörtum punktum. Þetta er stígur sem liggur samsíða Sæbraut (byrjar efst og endar neðst) og begir svo og fylgir Suðurlandsbraut. Stígurinn samsíða Sæbraut er sameiginlegur stígur gangandi og hjólandi. Frá staðnum þar sem merkt er Mynd 3 eru stígarnir aðskildir. Setti líka 3 fjólubláa depla og þeir tákna ljósastaura sem eru ljóslausir. Sendi athugasemd til borgarinnar og fékk þau svör að ábendingin hafi verið áframsend til Orku Náttúrunnar. Verður áhugavert að sjá hvort eitthvað verði gert, hef ekki góða reynslu af því að senda þeim ábendingar. Fékk á síðasta ári svar frá þeim vegna ábendinga á þá leið að farið væri reglulega um stígana og ljós lagfærð ef þurfa þykir - og svo gerðist ekki neitt í langan tíma (sjá hér). 


Rauð lína liggur frá Skeiðarvogi að þar sem stendur mynd 3. Hún táknar bút af stígnum sem ekki var hreinsaður fyrir kl. 8. En á borgarvefsja.is má sjá áætlun borgarinnar um hreinsun á stígum og þar er þessi leið sett í fyrsta forgang eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.



Mynd 1. Dásamlega vel hreinsaður stígur. Búið að skafa, salta og líklega sópa líka. Allavega ekki snjóarða á stígnum:


Mynd 2. Stígbúturinn sem er litaður rauður á efsta kortinu. Engin snjóhreinsun hefur átt sér stað. Það var samt allt í lagi að hjóla þetta í þetta skiptið þar sem snjórinn er ekki mjög mikill:



Mynd 3. Stígamót. Stígurinn hægra megin vel hreinsaður, stígur vil vinstri ekki hreinsaður. Báðir þessir stígar eru í forgangi og á að vera lokið við hreinsun á þeim kl. 7:30 skv. korti á borgarvefsjá:


Síðasta myndin sýnir að mér finnst metnaðarleysi hjá þeim sem sér um stígahreinsunina. Þetta var svona allsstaðar þar sem göngu og hjólastígarnir lágu nálægt hvort öðrum. Greinilegt var að hjólastígurinn var hreinsaður á undan. Svo þegar farið er að hreinsa gögnustíginn fer snjórönd yfir á hjólastíginn og skemmir fyrir annars frábærri hreinsun:


 

2. nóvember 2021

Hjólað í október 2021

Hjólaði samtals 188 km í mánuðinum þar af 144 til og frá vinnu. Hjólaði 21 af 21 vinnudögum.

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 10 á hjóli, 3 á hlaupahjóli og 11 gangandi.
Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 19 á hjóli en fæstir voru 2.

Heildar talning í mánuðinum var: 215 á hjóli, 59 á hlaupahjóli og 240 gangandi.

Og svona lítur hitakortið mitt út (sleppi slaufunni upp að Gljúfrasteini frá í sumar, hægt að sjá hana í fyrri færslum)


Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...