29. maí 2022

Hjólatúr á laugardegi (e-bike) og sami hringur á sunnudegi (venjulegt hjól)

Það er nýlegur hjólastigur í Kópavoginum sem liggur frá Lindahverfi (rétt hjá Smáralind) og upp í Salarhverfi sem ég hef látið mig dreyma um að hjóla. Og í gær lét ég verða af því. Þetta er töluvert löng brekka svo ég ákvað að fara þetta á stóra-hjólinu sem er með rafmótor.

Fyrst var að koma hjólinu út úr skúrnum. Hann var smíðaður löngu áður en mér datt í hug að kaupa þetta hjól. Þetta sleppur til, en er alltaf svolítið maus


Veðrið var mjög fínt, glampandi sól og svolítill vindur. Hér er brúin yfir Miklubraut.


Elliðaárdalurinn er alltaf fallegur


Hér er ég komin fram hjá kanínusvæðinu milkla og undir undirgöngin. Þá tekur þessi líka fína hæna á móti mér.

Hér eru bygginga framkvæmdir, er farin að nálgast Kópavoginn.

Hér var hefur veruleg framför átt sér stað. Þetta er Hlíðardalsvegur í Kópavoginum. Búið er að gera gang- og hjólabraut yfir götuna. Síðast þegar ég fór þessa leið (fyrir nokkrum árum) var bara kantsteinn og ekki gert ráð fyrir að neinn vildi komast yfir götuna

Komin upp í Kórahverfi

Hér er göngubrú og auðvitað var hjólað yfir hana.

Fallegt útsýnið, nýtur sín alls ekki nógu vel á mynd samt.

Já, nei ég er ekki að fara með þetta hjól yfir þessa brú. Hér var snúið við og önnur leið valin

Verið að tvöfalda stíginn hér og aðskilja hjólandi og gangandi. Frábært framtak, hlakka til að hjóla nýja stíginn.

Núna er komin nýr dagur og ég ákvað að fara sömu leið aftur bara á hversdagshjólinu mínu. Hér kem ég að hringtorgi við Lindaveg-Fífuhvammsveg. Og núna vissi ég að aðeins ofar, til vinstri eru þessi fínu undirgöng svo ég þarf ekki að fara yfir götuna sjálfa. Mætti alveg setja smá skilti þarna til að benda á það, það er örstutt í göngin.


Hérna áði ég í gær og líka í dag. Aðeins rauðari í framan, tók meira á að fara upp brekkurnar þegar enginn er hjálparmótorinn.

Að sjálfsögðu var þessu hent inn í Strava, og hér er hægt að bera ferðirnar saman. Skrítið að tæknin vill meina að ég eyddi meiri orku (384 kaloríur) í fyrri ferðinni þegar ég get augljóslega fundið það á kroppnum að ferðin í dag tók meira á (362 kaloríur).



Viðbót bætt við 04.06.2022:

Hér er leiðin sem ég hjólaði:



Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...