Hjólaði samtals 305 km í mánuðinum þar af 128 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins til vinnu fyrir utan eina viku sem ég var í orlofi.
Hjólaði 86 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 219 á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 15 á hjóli, 5 á hlaupahjóli/rafskútu og 12 gangandi,
Á 17. júní hjólaði ég með ömmustrák niður í bæ. Við lögðum hjólinu í bílastæðakjallaranum í Hörpu og röltum svo um bæinn.
Hér má svo sjá hvað ég hef hjólað það sem af er þessu ári.