1. október 2022

Hjólað í september 2022

Hjólaði samtals 349 km í mánuðinum þar af 198 til og frá vinnu. 

Hjólaði 131 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 218 á venjulega hjólinu. 

Hef leikið mér að því að reikna út hvað hver km hjólaður á rafhjólinu kosti miðað við hvað hjólið kostaði í upphafi. í upphafi þessa árs var hver hjólaður km á kr. 3.333 en er núna kominn niður í 800 kr. (hjólið var keypt í ágúst á síðasta ári).

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 18 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 15 gangandi.

Nagladekkin fóru undir hversdagshjólið 20. september.

Einn af skemmtilegri hjólatúrum mánaðarins var þegar ég skuttlaði stelpunni minni upp í Breiðholt. Þar sem við erum ekki vel kunnar staðháttum á stígakerfum sem liggja upp í Breiðholt fórum við aðeins lengri leið en hefði þurft. Hjólið höndlaði þetta vel. Það er gefið upp að hámarks þyngd sem boxið ber sé 60 kg og við vorum alveg í efstu mörkum þeirra þyngdatakmarkana. Brekkurnar upp í Breiðholtið eru ansi brattar og notaði ég kröfutugustu hjálparstillinguna til að komast upp þær en þurfti engu að síður að puða töluvert með sjálf.

Þetta er leiðin sem við fórum:


Og svona vorum við alla leiðina, skæl brosandi því það var gaman að vera saman og þetta er fáránlega skemmtilegur ferðamáti




Hér er svo hjólið þó á þessari mynd sé annarskonar farangur í því.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...