1. mars 2023

Hjólað í febrúar 2023

 Hjólaði samtals 196 km í mánuðinum þar af 155 til og frá vinnu. Hjólaði næstum alla vinnudaga mánaðarins í vinnu en ég labbaði einu sinni út af veðurspá.

Hjólaði 49 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 147 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 5 á hjóli, 1 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi. 

Einn dag sá ég engan annan á hjóli og mest sá ég 9 aðra á hjóli.

Allt mjög svipaðar tölur og í janúar.

Myndir mánaðarins. Fyrri hluti mánaðarins var vetrarlegur en svo fór að minnka snjórinn og hlýna og síðustu dagrnir voru með hitastig upp á 7°C og alveg snjólaust.


Snjórinn og slabbið loddi við hjólið:
Þennan daginn labbaði ég í vinnuna:

Heppin á heimleið að lenda fyrir aftan moksturstækið:
Það lítur kannski ekki út fyrir það, en hérna var fínt að hjóla. Myndi segja ekki allt. Þessi snjór var vel þjappaður og ekki búið að salta ofan í hann svo hjólið var stöðugt og fínt.
Vel hreinsaður og saltaður stígur.


Skrapp í Lyfju í Lágmúla, þar eru ekki góð hjóalstæði fyrir svona stór hjól svo ég leyfði mér að leggja í bílastæði

Svo kom að því að fallega, vínrauða Kalkhoff hjólið gaf sig. Eitthvað í sveifarsettinu (eða á því svæði) og verkstæðið sem ég fór með það á mat það svo að það svaraði ekki kostnaði að gera við það. 
Það var lán í óláni að á þessum tíma eru hjól á útsölu hjá verslunum og ég keypti mér nýtt Kalkhoff hjól. Það er eins og það gamla með fótbremsum og 8 gírum, bögglabera, standara, bjöllu og ljós sem eru knúin af hjólinu sjálfu. Körfuna og töskuna sem sést á myndinni lét ég flytja af gamla hjólinu yfir á það nýja.




Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...