Það hefur lengi verið á óskalistanum hjá mér að hjóla að álverinu í Straumsvík og í dag lét ég loksins verða af því.
Veðrið var mjög fínt til hjólreiða, skýjað, örlítil gola, nokkrir dropar úr lofti og hitinn einhversstaðar milli 4 - 7 °C
Lagði af stað eitthvað fyrir kl. 9 í morgun og var alls ekki viss hvort ég færi alla leið
Brekkan niður hjá Borgarspítala. Alltaf jafn svekkt þegar ég fer þessa leið þar sem efsti parturinn er svo illa hannaður og framkvæmdur fyrir þá sem eru ekki á bíl. Stígurinn gengur upp og niður þar sem götur þvera hann og hallinn er kjánalega brattur. Sérstaklega leiðinlegt þegar farið er upp stíginn.
Fossvogsdalur, það er fallegt þarna
Gömlu undirgöngin á Kópavogshálsi. Þau hétu drekagöng þegar ég var krakki
Kópavogur hefur tekið þá stefnu að skipta stígnum í tvennt og blanda saman hjólandi og gangandi. Það er í lagi þegar ekki er mikil umferð á stígnum
Æskuheimilið
Við Arnarneshæð ver verið að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi. Hlakka til þegar þau verða tilbúin
Komin að Fjarðarkaupum og þar er þetta fína kort sem ég nýtti mér til að finna leiðina. Því frá Fjarðarkaupum var ég frekar óörugg á leiðinni.
Stökk inn í búðina til að kaupa mér nesti. Fann engin hjólastæði svo hjólinu var læst við þessa grind
Á leiðinni eru fullt af undigöngum og það er snilld. Fór ekki í gegnum þessi heldur hélt beint áfram
Fór 2x í gegnum þessi bæði fram og til baka
Hér er ég í einu hverfinu þar sem ég vissi ekkert hvert ég ætti helst að fara, þræddi stíga þarna í gegn og fann svo leiðina áfram
Fleiri undirgöng
Þarna sést í áfangastaðinn
Nokkuð nýleg göngubrú sem ég ákvað að fara yfir.
Og hér er svo endanlegur stígur sem liggur að álverinu.
Komin :)
Bakaleiðin. Fór í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og fann þennan hjólastíg. Hann er nú ekki langur en einhversstaðar þarf að byrja.
Það var hér (sést í Mjóddina bak við trén) sem ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt regnbuxunum á bekk í Hafnarfirði. Hafði sett buxurnar á bekkinn þar sem hann var aðeins blautur. Tókst einhvernvegin að gleyma þeim þegar ég lagði af stað aftur.
Það var svo sem kominn tími á nýjar buxur, en það var ekki svona sem ég ætlaði mér að losa mig við þessar.
Stígur lokaður og engar merkingar sem segja hvernig hægt er að komast framhjá.
Og svo gamla góða göngubrúin yfir Miklubraut, næstum alveg komin heim.