Hjólaði samtals 223 km í mánuðinum þar af 40 til og frá vinnu. Hjólaði 6 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, var 15 daga í orlofi og svo missti ég úr að hjóla einn vinnudag vegna óhapps sem ég lenti í.
Hjólaði 106 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 117 á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 5 á hlaupahjóli/rafskútu og 15 gangandi.
Mest sá ég 17 hjólandi en minnst 6.
Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:
Vinnuferð á stóra-hjólinu
Hjólatúr í Elliðaárdal og Breiðholt
Heilsað upp á gamla vinnustaðinn
Með plast og pappír í sorpu
Skemmtiferð með dóttur og barnabörnum
Hjólað á móti barnabarni
Úlfarsfell