Hjólaði samtals 183 km í mánuðinum þar af 83 til og frá vinnu. Hjólaði 11 af 21 vinnudegi mánaðarins til vinnu, var 10 daga í orlofi.
Hjólaði 73 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 110 á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 3 á hlaupahjóli/rafskútu og 13 gangandi.
Mest sá ég 16 hjólandi en minnst 7.
Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:
Sumarveðrið kom í júlí og þá var tilvalið að draga þennan fák fram. Elías gat sagað af skrúfu í brettinu sem var of löng og snerti dekkið og því fylgdi leiðinda hljóð og skemmdi dekkið. Þetta er þriggja gíra Kalkhoff hjól sem ég keypti í einhverju bríeríi. Sá það til sölu á lítinn pening og fannst það svo sætt að ég keypti það bara.