Hjólaði samtals 323 km í mánuðinum þar af 155 til og frá vinnu. Hjólaði alla nema 2 vinnudaga mánaðarins til vinnu.
Hjólaði 168 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 155 á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 16 gangandi.
Mest sá ég 29 hjólandi en minnst 7.
Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:
Þarna lenti ég í ógöngum. Hélt að stígurinn væri tilbúinn norðan megin við Bústaðarveg. Ef ég hefði verið á venjulega hjólinu hefði ég getað komið því áfram og niður á stíginn en af því ég var á stóra-hjólinu þá snéri ég við.
Hinumegin frá.