Hjólaði samtals 287 km í mánuðinum þar af 148 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins nema einn (tók mér orlofsdag) til vinnu (og bara einn dag í mánuðinum hjólaði ég ekki neitt).
Hjólaði 111 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 176 á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 2 á hlaupahjóli/rafskútu og 12 gangandi.
Mest sá ég 20 hjólandi en minnst 4.
Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:
Tekið 2. október. Framkvæmdir að hefjast á gatnamótum Sæbrautar og Snekkjuvogar. Búið að loka fyrir gangandi/hjólandi að þvera Snekkjuvog.
Ótrúlega fallegur morgunhiminn þegar ég hjólaði í vinnuna.
Speglun við Elliðaárósa
25. október, enn lokað fyrir gangandi/hjólandi en búið að opna fyrir bílaumferð.
Vinnuferð að taka saman myndakassa.