5. júlí 2006

Í gær og í dag

Í gær eldaði Elías þennan dýrindis kjúklingarétt með ólífum, sveppum, tómatgumsi og fleiru. Þessu fylgdi svo hvítlauksbrauð sem samanstóð af ristuðu fransbrauði og bráðnu hvítlaukssméri. Svona líka ótrúlega gott allt saman.

Í dag er ég að farast úr hvítlauksþynnku. Er með óbragð í munni og efast ekki um andardrátturinn sé eitthvað í sömu áttina. Þá er eina ráðið að japla tyggjó og annað sem getur dregið úr ósköpunum.

3 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Wrigleys tyggjóið (eða Wirgleys, eins og Björn Karlsson vinur minn hefði orðað það) hefir lítið að segja fyrir hvítlaukinn yndislega. Menn ættu bara að vera þakklátir fyrir þennan yilm. En ef þú ert eitthvað stressuð yfir þessu, þá er málið að rölta yfir í Yggdrasil eða Heilsuhúsið þarna hinumegin við götuna hjá þér, kaupa þér steinselju og eta hana og það á að vinna gegn hvítlauknum, og er einnig mjög hollt og gott snakk : )

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Það er rétt hjá þér þetta virkar ekki neitt, er búin að japla mig í gegnum heilan pakka. Kannski maður rölti yfir götuna í kaffinu á eftir (er ekki óbragð af steinselju?)

BbulgroZ sagði...

J'u jú heilmikið óbraggð svona eins og er af grænmeti sem er mjög dökkt, en er uppfullt af alskonar vítamín drasli...

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...