Ég fór í fyrsta skipti á æfinni almennilega í sjóinn, hef alltaf verið vaðari - veit núna að það er svo miklu miklu skemmtilegra að vera á kafi og henda sér með öldunum. Verst hvað sjórinn bragðast illa.

Dýragarðurinn í Aalborg. Alltaf gaman að sjá dýrin.

Síðan París. Fyrst Disneyland þar sem við gistum á fínu hóteli þar sem börnin eru aðalatriðið og allt er svo glæsilegt og fínt. Og garðurinn sjálfur með milljón verslunum út um allt sem allar selja sama varninginn (líka ein á hótelinu). Mína mús, Mikki mús og Guffi skiptust á að heimsækja hótelið á morgnana og þá gátu börnin fengið eiginhandaráritun og mynd af sér með þeim.

Disneyland garðurinn er svo stór. Við sáum það eftir fyrsta daginn (3-4 klst labb út og suður) að við urðum að skipuleggja okkur. Ákveða hvað við vildum sjá og reyna - náðum c.a. 1/3 af því sem okkur langaði til. Sumt fráhrindandi vegna langra biðraða (þú getur keypt þér fastpass sem kemur þér fram fyrir í röðinni - annars hátt í klst bið).
Ætluðum okkur 2 daga inni í miðborg Parísar til að sjá og skoða það helsta. Vegna rigningar (þvílíkur úrhellir) hrökluðumst við heim á hótel fyrri daginn. Náðum samt einum yndislegum degi, skoðuðum Notre Dame og sáum Effelturninn. Áttuðum okkur á því daginn eftir þegar við biðum eftir flugi heim að það var brúðkaupsdagurinn okkar.
Nokkrir klukkutímar á Strikinu í Kaupmannahöfn áður en við flugum heim til Íslands.
1 ummæli:
Jú skemmtilegt ferðalag að baki sem gaman verður að rifja upp síðar...
Skrifa ummæli