17. nóvember 2006

Beta blogger

Hr. blogg plataði mig til að taka upp nýtt (og skv. honum) betra blogg þ.e.a.s. nýja útgáfu sem heitir: Blogger beta.

Ég get ekki sagt að ég sé sæl með þá útgáfu. Það er tvennt sem breyttist við þetta sem ég hef tekið eftir.
í fyrstalagi: Ég skrái mig inn með sama aðgangi og að gmailinum mínum (sem er allt í lagi)
í öðrulagi: Þegar ég vil kommenta hjá einhverjum þarf ég fyrst að skrá mig inn og síðan get ég kommentað.

Það er óþolandi. Ég vil geta gert eins og áður að skrifa mín komment og svo setja inn aðgangsorð og lykilorð, punktur og basta. En út af þessu hef ég tapa mörgum, mögrum kommentum og þurft að skrifa upp aftur sem er hræðilega leiðinlegt.
Nú hef ég gripið til þess ráðs að kommenta sem "other".

Ef einhver hefur gert þessi sömu mistök og ég og veit hvernig og hvort hægt er að laga þetta endilega látið mig vita.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Því miður get ég ekki aðstoðað þig hér frekar en fyrr. Breytingar eru bara óþolandi ekki satt :)

BbulgroZ sagði...

Ég féll í þessa gryfju og ætlaði aldeiliss að vera með flottasta bloggið, og þarf einmitt að skrá mig inn sérstaklega og hef einmitt skrifað þau mörg gullkornin en þurft að sjá á eftir þeim af því að ég var ekki búinn að skrá mig :('

Nafnlaus sagði...

Hæ mamma ég loksins náði að kíkja á síðuna en það eina sem þú þarft að gera er að venjast því! :)

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...