29. desember 2006

29. desember (nei ekkert dagatal, vantar bara titil)

Hafið þið prófað að tala eins og maður skrifar? Hvet ykkur til að prófa, það krefst einbeitingar að segja alla stafina og kemur auðvitað fáránlega út.

Mér áskotnaðist jóladiskur KK og Ellenar, Jólin eru að koma.
Þau syngja jólalögin á rólegan og einfaldan máta við gítarundirleik. Fyrst fannst mér þetta svolítið kjánalegt, ég gæti svo vel gert þetta sjálf. En nú finnst mér hann bara vera ljúfur og góður. Þarna fá jólalög eins og Bjart er yfir Betlehem, Hin fyrstu jól og Yfir fannhvíta jörð endurnýjun lífdaga. Menn eru almennt orðnir leiðir á sleðabjöllu-rokk-jólalögum hefur mér fundist og þessi diskur mjög gott andsvar við því öllu saman.
Mæli eindregið með diskinum við alla þá sem vilja hlusta á gömlu góðu jólalögin.

Fljúgandi furðuhlutir - eða ský?

Ef þið viljið sjá fleiri sambærilegar myndir smellið hér



27. desember 2006

24. desember

Staðsetning þar sem nýr miði var með annari staðsetningu þar til á endanum þær fundu pakka.

En það sem er skemmtilegra að segja frá er að þegar ég fór á fætur (vakna alltaf fyrst í fjölskyldunni) þá var búið að hengja upp miða í band fyrir framan svefnherbergishurðina okkar. Öðru megin á honum stóð "mamma og pabbi" svo það var augljóst fyrir hvern hann var. Hinumegin var vísbendingin:

Hér er ró og hér er friður.
Hér er gott að setjast niður.
Hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka.
Þá er mál og mannasiður
að stana upp og sturta niður.

Og þá tók við löng, löng bið hjá mér eftir hæfilegum tíma til að draga Elías á lappir og elta vísbeninguna. Svo loksins, loksins kom hann á fætur og þá var farið inn á klósett. Þar inni var annar miði sem á stóð öðrumegin "lyklaborð" en hinumegin voru stafir hér og þar á stangli sem ekkert var hægt að lesa úr.

Undir lyklaborðinu var annar miði allur í götum. Þegar sá miði var lagður yfir stafaruglið á fyrri miðanum mátti lesa orðið: plastglös.

Og þá loksins komum við að pakka.

Þetta var frábært framtak af stelpunum mínum sem þurftu að leggja það á sig að vakna kl. 5 til að setja þetta upp til að vera öruggar á því að hvorki ég væri vöknuð né Elías enn á fótum.

23. desember 2006

23. desember

Í gátunni eru falin 8 orð sem öll tengjast mat.
Skráðu orðin í rétta röð út frá tölustafnum sem er í reit fyrsta stafs hvers orðs.



22. desember 2006

Upp á stól stendur mín kanna!!!

Það er vísindalega sannað að textinn "upp á stól stendur mín kanna" er réttari en "upp á hól stend ég og kanna".

Í Morgunblaðinu í dag er þetta rakið (og í gær einnig). Þungu fargi er af mér létt. Þessi "upp á hól" texti hefur ekki heillað mig og frekar farið í mínar fínustu.

Í raun er textinn í jólalaginu "Jólasveinar ganga um gólf" samsuða úr tveimur óskildum vísum og þess vegna gengur þetta svona illa upp. En í gamla daga var til eitthvað sem hét könnustóll og þar voru ölkönnur geymdar.

Og hana nú og hopsasa. Vinsamlega hættið að syngja um þennan leiðinda hól.

22. desember

Við lausn krossgátunnar getur verið ágætt að hafa orðabók við hendina.


20. desember 2006

20. desember

Þessi vísa, vina mín
vísbendingu geymir
Bakvið glösin sem eru svo fín
Sitthvað nú sig leynir


(-aulahrollur-, ég átti í svo miklu basli við að berja þessa vísu saman og var komin með algjörlega nóg. Svo ég ákvað að koma henni frá mér, þó ég væri langt því frá sátt við útkomuna)

19. desember 2006

Þetta er helst í fréttum.

Í gær lét mamma skipta um hinn mjaðmaliðinn. Þetta gekk svona glimrandi vel hjá henni og í dag fór hún í fyrsta göngutúrinn á nýja liðnum. Það var svo sem ekki langt, svona u.þ.b. í kringum rúmið. En hún er rosalega dugleg hún mamma mín.

Síðan kemur litli bróðir heim með fjölskylduna á morgun. Þá fæ ég að sjá litlu frænkuna mína hana Abeline Sögu í fyrsta skipti. Hún er víst svona ofboðslega brosmild og skemmtileg, bara eins og við hin öll í þessari fjölskyldu.

Já það er aldeilis nóg að gera þessa dagana.

19. desember

Ependupurvipinnslapa

18. desember 2006

18. desember

Ratleikur:

Brauð

Aftan við sjónvarpið

Undir sófa

Niðri hjá flöskum

Inni í piparkökuhúsi

Rétt hjá jólasveini

Lestu fyrsta staf í hverri vísbendingu.

16. desember 2006

16. desember

Önnur fékk þessar leiðbeiningar:

Snúðu baki í dagatalið
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- 2 hliðarskref til vinstri
- Vinstri snú
- 5 hænufet aftur á bak
- Hægri snú
- 4 skref áfram
- Vinstri snú
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- 1 hænufet áfram
- Vinstri snú
- Opnaðu skápinn!

Hin þessar:

Snúðu baki í dagatalið
- 1 hliðarskref til hægri
- 3 skref áfram
- Vinstri snú
- 4 skref áfram
- 3 hliðarskref til hægri
- Hægri snú
- Hægri snú
- Hægri snú
- 3 skref áfram
- Vinstri snú
- 4 skref áfram
- Vinstri snú
- 2 skref áfram
- Leitaðu!

15. desember 2006

15. desember

Og hvað gerir maður svo þegar vísbendingar vantar?

Jú snýr sér að stærðfræðinni. Auðvitað!



Hrund:

Teiknaðu hornréttan þríhyrning
út frá krossinum.
Finndu skurðpunkt a og c þegar
b = 8.5 cm
c = 10 cm


Eyrún:

Teiknaður hornréttann þríhyrning
út frá krossinum.
Grunnlínan er 13 cm
Horn á vinstrihlið grunnlínu
er 35°.
Finndu skurðpunkt (þar sem línurnar
skerast) hæðar- og langlínu.








Nú veit ég ekki hvort kortið prentast rétt út hjá ykkur, en það á að passa á A4 blað til að allt gangi upp.

14. desember 2006

14. desember


En nú verð ég að viðurkenna að vísbendingabrunnur minn er að verða uppurinn. Allar ábendingar og tillögur vel þegnar á tölvupósti (því stelpurnar lesa þetta hér).

13. desember 2006

Yndisleg kvöldstund




Vegna dagatalsins er hugurinn á stöðugri leit að einhverju ódýru en jafnframt sniðugu til að hafa sem verðlaun, því ekki er hægt að ætlast til að þrautir séu leystar án verðlauna.
Um daginn fæddist hugmynd og á mánudag var kort í verðlaun með þessum texta:
"Þetta kort er boðsmiðið á rafmagnslaust kvöld að [og hér er heimilisfang, óþarfi að gefa það upp hér].
Gildistími 12.12.2006 frá því að búið er að snæða kvöldverð til kl. 22.00.
Þá verður kveikt á kertum og spil dregin fram.
Hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur.
Mamma og pabbi."
Í gær var 12.12.2006. Matur var óvenju seint á borðum vegna þess að húsmóðirin var á kóræfingu lengur en venjulega, en tilhlökkun lá í loftinu. Og um kl. 20.00 var kveikt á kertum og öll ljós slökkt, líka jólaseríur og útiljós. Það er ótrúlega magnað að ganga um íbúðina við kertaljós og er ekki annað hægt en að mæla með því að fólk prófi þetta.
Kvöldið heppnaðist frábærlega. Við spiluðum "ólsen, ólsen", "Uno", "sæl amma" og "þjóf".
Ekki skemmdi það fyrir að bóndinn á bænum hafði fjárfest í góðgæti handa öllum. Hrund fékk túnfisksalat, Eyrún Skittles, ég Irish Coffee og hann sjálfur bjór.

13. desember

Í dag fáið þið kæru lesendur ekki að taka þátt í vísbendingunni því hún var á þessa leið:

Eltu bandið (bara annað bandið leiðir að vísbendingu).

Og fest við miðann voru 2 bönd sem leiddu fram og til baka um íbúðina.

12. desember 2006

12. desember

Í dag útbjuggu dæturnar vísbendingar hvor fyrir aðra.

Svona voru vísbendingar frá Eyrúnu:

1. vísbending.
Hér er ró og hér er friður
hér er gott að setjast niður
hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka
þá er mál og manna siður
að standa upp og sturta niður!!

2. vísbending.
Hér er þögn
og hér er svart
og rosalega kalt
en mundu að opna mig
sva að birta kemst inn
en ekki loka aftur
því þá verður niða mirkur.

3. vísbending.
Brandur er góður köttur já
en gott að vera lítill
því þar sem hann getur bara verið
en við samt ekki.

4. vísbending.
Stekkjastaur er sagður koma
þetta kvöld og ekki seinna
en er eitthvað á sillu þinni
annað en skórinn sem tillit tánni

5. vísbending
Englakór frá himnahöll
verður alltaf gilltur
en það er minn nú ekki þinn
sem þú leitar að svona seinna

Hrundar vísbendingar voru svona:

1. vísbending
Tölva

2. vísbending.
Hvítt blað með 3 götum og stöfum hér og þar. Það sem átti að gera var að brjóta blaðið saman í miðjunni og legsa í gegnun götin. Þar stóð þá: kók

3. vísbending.
Var af sömu tengun og 2. vísbendingin, nema nú voru götin 4. Orðið sem fékkst var: húfa

Piparkökuhúsið



og þetta er glæsilega piparkökuhúsið okkar í ár!

9. desember 2006

9. desember

Vísbending dagsins birtist mér svo sterkt þegar ég var að rjúfa svefninn að ég gat engan vegin kúrt lengur. Fór ég því á fætur og undirbjó vísbendinguna. Í eldspítustokk dagsins var þetta blað (sitthvort blaðið fyrir hvora stelpuna).


















Í hnífaparaskúffunni var svo annar miði álíkur þeim fyrri.


















Alls voru miðarnir 5 sem að lokum leiddu að innsigluðu umslagi.














Og til að fá rétta vísbendinu var miðunum raðað í rétta röð inn í umslagið og þá var lausnarorðið lesið í gegnum götin á miðunu.


















Ég er persónulega mjög stollt af þesari vísbendinu. Bæði var gaman að útbúa hana og stelpurnar höfðu gaman af því að leysa úr henni.

8. desember 2006

Frétt dagsins.


Frétt dagsins er í Blaðinu í dag. Flugvél í bandaríkjunum nauðlenti vegna þess að kona prumpaði.


Þetta var þannig að konugreiið þurfti að losa vind. Henni leið greinilega ekki vel með þetta svo hún ákvað að eyða lyktinni með því að kvekja á eldspítu (gamalt og gott ráð og á sumum heimilum álitið almenn kurteisi). Þetta verður til þess að aðrir farþegar flugvélarinnar kvarta undan brennisteinslykt (í stað prumpufýlu) sem leiðir svo til þess að flugvélinni er nauðlent.

Við yfirheyrslur á farþegum kemur hið sanna í ljós og öllum farþegum nema Prumpulínu er hleypt um borð aftur og vélinni flogið af stað.

8. desember

Afúhanievsalój

7. desember 2006

Sérkennilega byggingar

Flestar þessara bygginga eru í fyrrum sovétríkjunum. Ein er þó héðan frá okkar ástkæra ilhýra, mér fannst hún bara eiga svo ágætlega heima með öllum hinum.




7. desember


6. desember 2006

Töfrum líkast




Í gær eftir vinnu var svo dásamnlegt útsýnið yfir Esjuna. Tunglið var fullt, það hékk yfir fjallinu og glitraði svo fallega í sjónum.

Ég varðst svo glöð þegar ég sá að hann bróðir minn hafði náð að festa þessa dásemd á mynd. Er þetta ekki fallegt?

6. desember

Bráðum koma blessuð jólin og
allir farnir að hlakka til því þá
koma jólasveinarnir til byggða.
All flestir krakkar setja skóna út í glugga og
reyna að vera þægari en venjulega í von um eitthvað
ofan í skónum morguninn eftir.
Fjöldinn allur af börnum eiga erfitt með að sofna
nú um þessar mundir.

4. desember 2006

Úff, allt of stutt í jólin.

Er aðeins farin að finna fyrir jólastressinu.

Það er svo margt sem þarf að gera (þrífa og kaupa jólagjafir) og margt sem mig langar að gera (baka piparkökur og föndra). Og mér finnst ég ekki hafa næstum því nógan tíma fyrir það allt.

Árið 2000 fórum við hjónin til Ameríku í nóvember og keyptum þá allar jólagjafir og jólaföt. Það var frábært. Þá lofaði ég mér því að vera alltaf búin að kaupa allt fyrir desember. Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur orðið úr því loforði.

En nú þarf að skipuleggja sig til að allt gangi upp fyrir hátið ljóss og friðar.

Ein smá könnun í lokin.

1. Ætlar þú að senda út jólakort í ár?
2. Nú hef ég heyrt marga tala neikvætt um jólakortin og finnst þau vera til óþurftar og vildu helst sleppa þeim. Finnst þér það líka?

Rétt að taka það fram eins og hjá Gallup að þér er ekki skilt að svara einstaka spurningum.

4. desember

Vísbending: Hvernig jakka átti Láki með Unni Rósu?

2. desember 2006

2. desember


Þetta er vísbending dagsins: því miður gat ég ekki sett þetta beint hérna inn sem mynd, en smellið á likinn og þá sjáið þið vísbendinguna.
Og á viðeigandi stað fundust þessi skilaboð:
(Hér er nauðsynlegt að vita að öll tákn eru talin með, en ekki bilin. Þeir sem hafa séð myndina National Treasure ættu að kannast við dulmálið)
65-9-(2,3,4,5)
133-2-15
274-28-8
9-9-13
13-1-3
298-8-5
9-9-13
252-8-11
141-29-21
90-27-1
93-10-15
31-11-9
283-9-4
242-11-3
242-25-12
18-2-(4,5,6)
19-17-(33,34,35,36,37)
242-31-(31,32,33)
284-1-(4,5,6)
107-33-29
298-8-5
9-9-13
242-11-3
109-9-1
108-2-2
302-5-2
90-9-16

1. desember 2006

1. desember, 1. vísbending.

Ákvað fyrir löngu að setja vísbendingarnar í jóladagatalinu í ár hér inn á þennan miðil (ódýr leið til að halda sig á toppi listans hans Arnars). Sem verður til þess að meiri pressa er á að gera flottar vísbendingar, sem svo leiðir til þess að þær verða lélegri fyrir vikið.

Allavega þá átti ég í miklu basli og andleysi þegar fysta vísbendingin var sett saman og endaði á því að hafa hana eitthvað á þessa leið:

Í stærsta herbergi hússins
Nálægt einu horninu
Hærra en Eyrún en í svipaðri hæð og Hrund.

Dömurnar voru ekki lengi að finna út úr þessu og fengu ofsalega fín jójó að launum.

Annars hef ég verið í óvenju mikilli krísu með dagatalið í ár og hvort það sé sniðugt að halda áfram með það. Nú þegar ég er sú fyrsta í bólið á kvöldin þá er tíminn til að undirbúa vísbendingarnar og fela verðlaunin ekki lengur til staðar. Og það eru fleiri ástæður. En við erum sem sagt komin af stað með það. Það kemur svo í ljós hvernig framvindur.
Á morgun er laugardagur og þá hef ég nógan tíma áður en stelpurnar vakna til að dunda við þetta. Vonandi verð ég hugmyndaríkari þá.
Hugmyndir, dulmál og ábendingar vel þegnar.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...