31. október 2007

Hversdagsmatur


Mig langar að biðja ykkur um að deila með mér uppskriftum að einföldum hversdagsmat.


Mín sérgrein er: Egg á brauði.


Hráefni: Egg, brauð, ostur, tómatsósa


Brauðið ristað (ekki of mikið), eggið spælt á pönnu, helst báðumegin en auðvitað eftir smekk. Ostur skorinn í sneiðar og settur á brauðið og eggið þar ofaná. Tómatsósu smurt yfir.


Fljótlegt, einfalt og alveg ágætis matur.


Lumið þið á einhverju svona einföldum en góðum mat? Endilega deilið með okkur hinum.

5 ummæli:

Van De Kamp sagði...

ummm Egg í brauði.. gerum einmitt nákvæmlega eins útgáfu af þessum dásamlega fljótlega rétti... Við gerum líka oft núðlur með eggi og grænmeti sem er MJÖG fljótlegt.. Skellum núðlum í pott (algjört möst að þær séu frá Thai Choice og verður að klippa þær í tvennt, eru nebblilega ROSALEGA langar)á meðan þær eru að hitna steikjum við grænmetisblöndu á pönnu t.d. frá Euroshopper og svo steikjum við eggjahræru, blöndum öllu saman og kryddum með Herbamare... Getur ekki klikkað og er betra en Nings núðlurnar ;)

BbulgroZ sagði...

pulsur og vatn í pott, lok sett á pottinn, soðið uns allar pulsur springa, etið með brauðit tómatsósu og ívið meira af sinnepi, bragðast eins og sælgæti:þ

Nafnlaus sagði...

Brauðsneið smurð með tómatsósu, hrár laukur og ostur sett yfir og inní ofn þar til osturinn er eins og maður vill hafa´ann. einnig hægt að nota bakaðar baunir - laukur.

Nafnlaus sagði...

Blessuð vinkona :) kannski færðu einhverjar hugmyndir á hvaderimatinn.is (minnir að þetta sé rétt netfang). Kveðja, Auður.

Nafnlaus sagði...

Rónasteik klikkar aldreigi. Takið kjötfars með smjörhníf og berið á brauðsneið, báðar hliðar. Steikið á meðal hita í 5 mín hvora hlið. Borið fram með tómatsósu og sinnepi.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...