30. apríl 2008

Hlaupafréttir

Á síðasta ári var skorað á mig að taka þátt í 10km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu í ár.

Ég tók áskoruninni og er núna að undirbúa mig undir hlaupið með því að hlaupa heim úr vinnunni. Í gær skildi ég hjólið eftir í vinnunni og skokkaði/labbaði heim. Gekk betur núna en í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta og ég var í 35 mín á leiðinni 4,5 km (sem gera 7,7 km/klst).

Í morgun skokk-labbaði ég svo aftur í vinnuna. Það er ótrúlegt hvað þolið kemur fljótt því núna var það ekki mæðin sem háði mér heldur þreyta í fótunum (þeir greinilega ekki búnir að jafna sig eftir gærdaginn).

En það sem pirrar mig mest við þetta allt saman er hversu hrikaleg rauð ég verð í framan. Tók tímann í gær eftir að ég kom heim hversu lengi andlitið er að ná eðlilegum húðlit aftur. Eftir 1 klst var næstum eðlilegum húðlit náð en þó var enn roði í kinnum. Það tók allt í allt 1 og hálfa klst þar til ekki var lengur hægt að sjá rautt.

Ætli þetta lagist með þjálfun? Eða er þetta bara eitthvað sem maður verður að lifa við?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ha :D ég elska þessi tölfræðiblogg, ótrúlegt hvað þú ert dugleg, veistu ekki að við erum að verða gamlar?? skokka?? Eigum við ekki að vera að æfa sjerrí drykkju, ostakökuát og lopasokkaprjón á barnabarnabarnabörnin?

Refsarinn sagði...

Rauði liturinn minnkar með auknu þoli og fer fyrr en þú losnar aldreigi við hann. Sumir þurfa svo að lifa með þessu alltaf eins og undirritaður ;Þ

Nafnlaus sagði...

Bjarney mín ég hleyp með þér í huganum og hvet þig óspart :) Veitir þér nokkuð af því? Gangi þér vel í undirbúningnum.

Kveðja, Auður.

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér að vera dugleg að skokka. Haltu því áfram

BbulgroZ sagði...

Jú jú roðinn getur verið kvimleiður. Ég hefi sætt mig við hann þegar ég elti bolta eða helyp eitthvað annað, verra er þegar ölið er kneifað þá kemur þessi roði einnig erfiðara við að eiga: (

Nafnlaus sagði...

Vá dugleg ertu.. Ég kannast einmitt við roðann.. verð nú eldrauð í framan við ofurlitla áreynslu.. en gangi þér vel að undirbúa ofursprettinn ;)
kv. Irpa

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...