18. maí 2008

Þæfing



Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á. Síðan teiknaði ég upp einfalda tösku, setti á hana smá munstur og hóf prjónaskapinn.

Myndirnar sýna töskuna fyrir og eftir þæfingu (þ.e. þvott á 40°C).



Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. En þó er eitt vandamál sem þarf að finna út úr og það er að taskan "límdist" saman að innan. Ég náði henni í sundur með því að toga og rífa, en ætli það sé hægt að koma henni úr þæfingunni án þess að lenda í því vandamáli?

Er einhver þarna úti sem vill deila með mér eigin reynslu?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Bjarney. Eins og ég er nú búin að prjóna mikið í vetur eftir mjög langt hlé, þá hef ég aldrei prjónað neitt og þvæft á eftir. Á samt eftir að prófa það :) En þetta er flott hjá þér :)

Refsarinn sagði...

Þetta getur ekki verið mikið vandamál. Ég myndi næst nota títprjóna og festa plastpoka inn í töskukvikindið.

Unknown sagði...

Sælar, flott hjá þér að gera þetta alveg sjálf frá grunni. Hef heyrt að það sé sápu-aðferð sem er gerð í vaski ekki vél sem myndi kannski koma í veg fyrir samlímingarvandamálið.

BbulgroZ sagði...

Jú sæl Bjarney. Ég gæti verið lausn á þessum vanda yðar. Ég þekki konu/stelpu sem hefir farið mikinn í þæfingu. Ég heyri í henni við og við og gæti með glöðu spurt hana eitthvað út í þetta, ef það eru fleiri spurningar þá settu þig í samband við mig, bbúlgroZ.

BbulgroZ sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...