8. júlí 2008

Afstæði vegalengda.

Um helgina ók ég Sæbrautina með Hrund mér við hlið og var í leiðinni að sýna henni hvar ég hjóla á morgnana. Og það er nú bara þannig að þessi vegalengd er miklu, miklu lengri þegar setið er í bíl heldur en að hjóla hana. Skrítið.

En í ljós þess er ekki undarlegt að þeir sem næstum aldrei stíga á hjól mikli fyrir sér vegalengdir og telji það óvinnandi veg að hjóla þær. Ég segi prófið að hjóla þetta og þið munið sjá að ekki bara er þetta styttra en þið haldið þið eruð líka fljótari í förum og hafið minna fyrir því en nokkurntíman er hægt að ímynda sér. Þið sem hjólið eruð þið ekki sammála?

<> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <>

Síðan er skemst frá því að segja að tómatplantan hefur aftur vaxið um 3 cm á síðasta sólarhring. Og talandi um plöntur, Arnar ertu þarna ennþá? (Sjá komment á síðustu bloggfærslu).

Í dag ætla ég svo í fyrsta skipti að fara eftir hlaupaprógrammi sem ég fékk hjá Öddu. Mjög spennandi. Þetta eru ekki nema 2 km sem ég mun fara og töluvert hægar en ég er vön. Ætla samt svona í upphafi að fara alveg eftir prógramminu og sjá svo til hvort ég breyti því eitthvað eða hvort það virki vel bara eins og það er.
Eins og áður hefur komið fram þá er ég að stefna á 10 km hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Það eru ekki nema rétt tæpar 7 vikur í atburðinn og því kominn tími til að taka þessu alvarlega.
En ég er líka að berjast við of lítið járn í blóðinu og þrjóskast við að tala járntöflur. Mín trú er nefnilega sú að með réttu mataræði sé hægt að laga þetta og háma þess vegna í mig suðusúkkulaði, cheerios gulan og fleira sem á að vera járnríkt. Fékk mér meira að segja sardínur í gær en þær hef ég ekki getað borðað síðan silfurskottur sáust fyrst í íbúðinni hjá mér, en mér fannst ég vera að éta silfurskottur en ekki sardínur á þeim tíma.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Jú þetta er rétt með vegalengdirnar. Þú getur alla jafna farið beinni leið á hjólinu. Er oft kominn á bílnum inn í hverfi sem ég kemst ekki út úr af því ég er vanur að hjóla þessa leið. Gangi vel að hlaupam, járnupptakan ætti að fara af stað með aukinni hreyfingu og mæli ég með gamla góða slátrinu til að keira hlutina af stað.

BbulgroZ sagði...

Jú sammála með hjóladæmið. Einnig ef maður pælir hlaupaleiðum, 3-4 km eru ekki lengi verið að skokka, en ef maður hugsar um staðinn sem maður er á og 3-4 km í burtu frá honum finnst manni það vera ansi löng vegalengd.

En kjetmeti er járnríkt, sem og dökkgrænt grænmeti og blómkál (sem er reyndar alveg hvítt að lit ef allt er með feldu) Einnig eru það rúsínur og haframjöl. En þetta með suðusúkkulaðið, er það virkilega járnríkt?

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Þannig er að ég fékk lista frá blóðbankanum yfir járnríka fæðu og hann er svona (efst er það járnríkasta og neðst það með minnsta járninu).

Cheerios
Blóðmör
All bran
Þurrkaðar aprikósur
Lifur
Suðusúkkulaði
Múslí
Lifrakæfa, bökuð
Spínat, hrátt
Rúsínur
Lifrarpylsa
Sveskjur
Nýrnabaunir
Sardínur
Lambakjöt
Nautakjöt

Síðan er það staðreynd að mjólk, kaffi og te draga úr upptöku járns úr fæðu og c-vítamín er nauðsynlegt til að upptaka járns geti átt sér stað.

Ég hef líka lesið það að líkaminn eigi erfiðara með að nýta járn úr plöntum heldur en kjöti.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...