30. ágúst 2008

Ávextir og grænmeti.


Hversvegna er svona erfitt að fá góð epli?

Eplin sem við kaupum hér (annaðhvort í Hagkaup eða Bónus) eru oft næstum óæt. Þau eru mjölmikil, lin og bragðast ekki vel.
Auðvitað eru þetta ekki öll eplin því annars væri maður löngu hættur að kaupa þau en allt of mörg.

En þetta eru ekki bara epli, heldur eru sumar appelsínurnar alveg þurrar. Og það er engin leið að vita ástandið fyrr en skorið eða bitið er í ávöxtinn.
Svo er það þetta með gulræturnar. Uppskeran hjá mér í ár var með rýrasta móti. 2 sæmilegar gulrætur og 1 pínulítil. En bragðið af þeim var ótrúlega gott. Þær voru dýsætar og bragðgóðar frá toppi til táar.
Hversvegna ætli það sé að heimaræktað grænmeti er alltaf bragðmeira heldur en keyp?
Er það vegna þess að maður borðar það glænýtt úr garðinum?
Ætti maður kannski bara að kaupa ávextina lífræntræktaða?

15. ágúst 2008

Fréttir




Þá er sumarfríinu að ljúka. Síðasti formlegi dagurinn í dag.






Þetta hefur verið dásamlegt frí. Við fórum til Danmerkur. Þar var haldið brúðkaup sem var einstaklega glæsilegt og skemmtilegt. Daði litlibróðir gekk að eiga Iben og það var bara svo fallegt allt saman.
Eyrún mín var brúðarmeyja ásamt Malthe Kristófer, Abelínu Sögu og Andreu.






Eftir brúðkaupið fór ég með litlu fjölskylduna mína að hitta tengda-fjölskylduna sem hafði leigt sumarhús í tilefni afmælis tengdamömmu.


Þetta hús var ekki langt frá Ringköbing en nær stöndinni hjá litlum bæ sem heitir Söndrevig.


Þaðan fórum við í Lególand og Löveparken sem var mjög gaman. Hrund náði frábærum myndum af dýrunum og sérstaklega ljónunum.


Húsið sjálft var með innisundlaug sem var vel nýtt af yngrihluta hópsins.


Ferðalagið endaði þó ekki eins skemmtilega og það hófst. Við höfðum flogið út með Iceland-Air og vorum ánægð með það flug en heimferðin var bókuð með IcelandExpress.

Tengdafólkið hafði einmitt flogið út með þeim á laugardeginum til Billund og þá var 10 tíma seinkun á fluginu. Það er nákvæmlega það sem við lentum í á leiðinni heim frá Kaupmannahöfn og tengdafólkið líka frá Billund. Við fengum sms þegar við vorum á leið á flugvöllinn kl. 19 um að fluginu seinkaði til kl. 5.55! Við skiluðum af okkur bílaleigubílnum og fórum inn á flugvöllinn til að verða okkur út um upplýsingar en fundum engann sem gat sagt okkur eitthvað af viti. Upplýsingaborðið sagði okkur að tala við SAS en SAS að tala við Express sem var ekki að finna á staðnum.


Við enduðum á því að bóka okkur hótelherbergi á Hilton hótelinu sem er þarna við flugvöllinn og ég a.m.k. náði að sofna svolítið áður en við þurftum aftur að mæta á flugvöllinn. Flugið fór svo ekki í loftið fyrr en að verða hálf sjö.


Þegar við svo loksins, loksins komumst heim var ég bæði undrandi og glöð að sjá hversu vel allar plönturnar mínar hafa dafnað í umsjá Helenu, vinkonu Eyrúnar. Meira að segja paprikurnar voru glansandi og fallegar og 2 orðnar rauðar. En því miður sá ég mér ekki annað fært en að farga þeim plöntum því þær voru morandi í lúsum. Pínulitar glærar lýs út um allt og vefir milli blaða. Jakk, bjakk. En hér er mynd af þeim rétt áður en þær enduðu í endurvinnslutunnunum.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...