30. ágúst 2008

Ávextir og grænmeti.


Hversvegna er svona erfitt að fá góð epli?

Eplin sem við kaupum hér (annaðhvort í Hagkaup eða Bónus) eru oft næstum óæt. Þau eru mjölmikil, lin og bragðast ekki vel.
Auðvitað eru þetta ekki öll eplin því annars væri maður löngu hættur að kaupa þau en allt of mörg.

En þetta eru ekki bara epli, heldur eru sumar appelsínurnar alveg þurrar. Og það er engin leið að vita ástandið fyrr en skorið eða bitið er í ávöxtinn.
Svo er það þetta með gulræturnar. Uppskeran hjá mér í ár var með rýrasta móti. 2 sæmilegar gulrætur og 1 pínulítil. En bragðið af þeim var ótrúlega gott. Þær voru dýsætar og bragðgóðar frá toppi til táar.
Hversvegna ætli það sé að heimaræktað grænmeti er alltaf bragðmeira heldur en keyp?
Er það vegna þess að maður borðar það glænýtt úr garðinum?
Ætti maður kannski bara að kaupa ávextina lífræntræktaða?

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...