28. mars 2009

Öðruvísi mér áður brá.


Fór í vikunni og leysti út lyf fyrir dóttur mína sem hún þarf að taka að staðaldri. Við erum með fjölnotalyfseðil og fáum 4 dollur af lyfinu í hvert skipti. Venjulega kostar það okkur milli 3 og 4 þúsund krónur. En núna borgaði ég ekki neitt! Ég bara ætlaði ekki að trúa þessu. Sönnun, sjá mynd.
Nú veit ég ekki af hverju þetta er. Líklegast hefur hækkað hlutur tryggingastofnunar og svo er þetta apótek Lyfjaver á Suðurlandsbrautinni líka töluvert ódýrara en þau apótek sem ég hef hingað til verslað við.

2 ummæli:

Auður sagði...

Sæl Bjarney.
Mér finnst nú ekki mikið þó að maður fái nú stundum smá bónus í lífinu :) Héðan er bara allt gott, snjór og pínu kalt.

abelinahulda sagði...

Frabært, það á auðvitað að láta svona berast svo þeir sem þurfa reglulega að kaupa lyf, geti nýtt sér svona ódýr apótek. Þau eru greinilega ekki á hverju götuhorni.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...