Ég og stelpurnar mínar hlupum í Kvennahlaupinu í dag í ágætis veðri. Smá dropaði úr lofti en að örðu leiti mjög gott. Stelpurnar fóru 2 km en ég 5 km eins og í fyrra.
Mitt hlaup gekk mikið betur en í fyrra. Ég náði að skokka upp allar brekkurnar og fyrstu 2 voru ekkert mál, sú síðasta sem er ansi brött og löng var erfið, en ég náði að skokka hana alla leið upp en varð þá að labba smá til að ná andanum og hjartslættinum svolítið niður. Kom mér verulega á óvart hversu miklu betra þolið er hjá mér í ár en í fyrra. Þá náði ég ekki að skokka upp brekkurnar heldur varð að taka labbikafla.
Þetta er mynd úr Garmin græunni minni. Á síðasta ári leit þetta svona út.