20. júní 2009

Kvennahlaupið


Ég og stelpurnar mínar hlupum í Kvennahlaupinu í dag í ágætis veðri. Smá dropaði úr lofti en að örðu leiti mjög gott. Stelpurnar fóru 2 km en ég 5 km eins og í fyrra.

Mitt hlaup gekk mikið betur en í fyrra. Ég náði að skokka upp allar brekkurnar og fyrstu 2 voru ekkert mál, sú síðasta sem er ansi brött og löng var erfið, en ég náði að skokka hana alla leið upp en varð þá að labba smá til að ná andanum og hjartslættinum svolítið niður. Kom mér verulega á óvart hversu miklu betra þolið er hjá mér í ár en í fyrra. Þá náði ég ekki að skokka upp brekkurnar heldur varð að taka labbikafla.
Þetta er mynd úr Garmin græunni minni. Á síðasta ári leit þetta svona út.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt! : )
Það er greinilegur munur á grafinu, hvað þú nærð að halda hraðanum miklu jafnari í ár. Alltaf gaman þegar maður verður svona áþreifanlega var við bætingu! Til hamingju með hlaupið og stelpurnar flottu!
kv, Adda

Refsarinn sagði...

Jamm ég ætlaði að segja þetta líka ;Þ

Auður sagði...

Sæl Bjarney :) Frábær mynd af ykkur mæðgum og þið duglegar að fara í kvennahlaupið :) Ég hef aldrei á ævinni farið í þetta hlaup...

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Auður þú ættir að fara næst og taka stelpurnar þínar með. Fyrst þegar ég og mínar stelpur tókum þátt þá fórum við allar saman 2 km og þetta var svona meira labb en skokk. En það var mjög gaman og góð stemning og þá var ekki aftur snúið við höfum farið flest hlaupin síðan.

Nafnlaus sagði...

Þú aldeilis dugleg að taka þátt í bæði Bláalónsþrautinni og hlaupinu. Aldrei að vita nema ég taki Bláa lónið á næsta ári, en ég verð að láta hlaupin og göngurnar eiga sig. Flott mynd af ykkur mæðgum, pretty in pink ;)

Kv. Hrönn

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...