8. október 2009

Nagladekk og kattavandamál.

Setti nagladekkin undir hjólið í fyrradag. Fór svo á bílnum í vinnuna í gær (þurfti að skjótast með dótturina og þá er betra að vera á bíl). En hjólaði í morgun og það svo sem gekk vel en það er óþægilegur sláttur í afturdekkinu sem þarf að laga. Elías ætlar að kíkja á þetta með mér eftir vinnu.

Brandur er týndur. Hvarf að heiman fyrir að verða viku núna. Við förum daglega í Karfavoginn til að reyna að finna hann (og stundum nokkrum sinnum á dag) því hann hefur leitað þangað greiið. En hann er aldrei þar á sama tíma og við. Höfum þó frétt frá fyrrum nágrönnum að sést hafi til hans á þessum slóðum síðustu daga. Ætli það sé ekki best að skella inn auglýsingu á www.kattholt.is um að hann sé týndur ef einhver hefur tekið hann að sér þarna í hverfinu því við viljum gjarnan fá hann heim aftur.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Þetta á örugglega eftir að taka nokkurn tíma fyrir hann kall greiið. Hef fulla trú á að þið náið honum aftur og um svipað leitu og tengdapabbi hættir að keira niður í karfavoginn, verður brandur farinn að koma heim.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Brandur er kominn heim!

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra! :)
kv
Adda

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...