16. nóvember 2009

Biluð tæki.


Uppþvottavél og þvottavél farnar með viku millibili.
Þvottavélin var svo sem tifandi tímasprengja þannig séð, vél sem við fengum notaða frá ömmu Elíasar og tengdapabbi taldi hana vera farna að slaga hátt í 30 árin í notkun sem er nú bara ansi gott. Svo það var alveg kominn tími á nýja þvottavél.
Uppþvottavélin var unglamb miðað við hana, ekki nema 9 ára.
Það hefði þó verið betra að hafa lengri tíma á milli bilana á vélum. Nú erum við með krosslagða fingur og vonum að fleiri heimilistæki fari ekki að gefa sig.

1 ummæli:

abelinahulda sagði...

Æ æ Bjarney mín, ekki er þetta gott. Er nokkuð að rafmagninu í nýja húsinu sem vélarnar þola ekki?
Verra er nú að vera án uppþvottavélar, en þvottavélar.
Vonandi er þetta nú búið hjá ykkur í bili alla vega.

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...