16. desember 2009

Tónleikar á aðventunni.

Í gær fór ég á tvenna tónleika. Fyrst í hádeginu í Íslensku Óperuna að sjá og heyra Óp-hópinn syngja jólalög og svo um kvöldið í Söngskóla Sigurðar Demetz að hlusta á jólatónleika unglingadeildarinnar.

Eyrún söng eitt einsöngslag í gærkvöldi. Það var Þá nýfæddur Jesú, og hún gerði það virkilega vel. Sá hjá henni mikla framför frá síðustu tónleikum bæði í öryggi í framkomu og í röddinni. Eins stóðu hinar stelpurnar sig vel. Þær sungu nokkur kórlög og mér finnst alltaf gaman að heyra lög sungin sem maður söng sjálfur í kór í gamladaga.

Í kvöld mun svo Hörn frænka stíga aftur á svið með Sópranós en þær verða með tónleika í Hafnarhúsinu. Ég kemst því miður ekki sjálf á þá tónleika, en ég veit að þeir sem fara munu hafa gaman að.

10. desember 2009

Viðbót við óskalistann

- Silfurkórinn jólalög (þessa gömlu góðu sem við áttum á plötu hér í denn).
- Anton berg konfekt.
- Hekkklippur
- Hjólbörur
- Sláttuvél
- Garðslanga
- Standur fyrir garðslöngu
- fleir garðáhöld sem ég man ekki eftir í augnablikinu

7. desember 2009

Óskalisti

Einu sinni bjó maður sér til óskalista fyrir hver jól. Hér er listi yfir ýmislegt sem mig langar í.

- Skóflu til að moka snjó (mín er með allt of stuttu skafti).
- Hnoðskál. Annaðhvort aðra hrærivélaskál eða keramikskál, sá eina brúna í Pipar og Salt sem mér líst ansi vel á.
- Buxur
- Peysur og/eða boli
- Bjöllu á hjólið. Þoli ekki bling, bling bjölluna sem ég er með en það var ekki önnur til í búðinni þegar ég keypti hana.
- Jólaplötu með Mahalia Jackson svo ég geti bakað Írsku-jólakökuna næsta ár.
- Inniskór til að nota í vinnunni.

Þetta er svona það sem ég man eftir núna.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...