16. desember 2009

Tónleikar á aðventunni.

Í gær fór ég á tvenna tónleika. Fyrst í hádeginu í Íslensku Óperuna að sjá og heyra Óp-hópinn syngja jólalög og svo um kvöldið í Söngskóla Sigurðar Demetz að hlusta á jólatónleika unglingadeildarinnar.

Eyrún söng eitt einsöngslag í gærkvöldi. Það var Þá nýfæddur Jesú, og hún gerði það virkilega vel. Sá hjá henni mikla framför frá síðustu tónleikum bæði í öryggi í framkomu og í röddinni. Eins stóðu hinar stelpurnar sig vel. Þær sungu nokkur kórlög og mér finnst alltaf gaman að heyra lög sungin sem maður söng sjálfur í kór í gamladaga.

Í kvöld mun svo Hörn frænka stíga aftur á svið með Sópranós en þær verða með tónleika í Hafnarhúsinu. Ég kemst því miður ekki sjálf á þá tónleika, en ég veit að þeir sem fara munu hafa gaman að.

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Blogggið lifir enn!! Ég held ég taki fram bloggpennan og fari að blogga attur!! :)

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...