Komin á nagladekkin og tilbúin undir veturinn, þó hann hafi lítið látið á sér kræla þetta haustið. Htitnn 10°c þegar ég lagði af stað í vinnuna í morgun.
Alltaf svolítið skritið að hjóla fyrst á nöglunum en mér líkar vel við brakið í þeim því það lætur aðra vegfarendur vita þegar ég kem aftan að þeim.
11. október 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Já það er rétt, góður kostur við naglana að það heyrist í þeim. Ég hef vanið mig á að slá í litlu bjölluna nokkrum sinnum u.þ.b. þegar ég er að nálgast gangandi. Sjálf lenti ég í því í gær að ég var á göngu og skyndilega kemur hjólandi maður framúr mér og þar sem ég var gjörsamlega í eigin heimi, þá brá mér svo mikið að maðurinn varð alveg ómögulegur og þorði ekki að fara frá mér. Ég held hann hafi haldið að dræpist þarna á staðnum. En það er góð regla að reyna að láta gangandi aðeins vita af sér nokkru áður:-)
Haha æj grey karlinn, þú segir alltaf svo skemmtilega frá amma.
Og elsku mamma, er ekkert að verða neitt kaldara hjá ykkur svo nagladekkin geti látið ljós sitt skína? =)
Það er farið að kólna. Var frost í morgun, en engin hálka þar sem jörðin var þurr. En það er fínt.
Svo notaði ég í morgun vetlingana sem Eyrún heklaði handa mér utan yfir fingravetlingana í fyrsta skipti í vetur. Og þá varð mér ekki kalt á fingrunum.
Skrifa ummæli