24. mars 2012

Aftur laugardagshjólreiðar með LHM



Aftur var ég komin niður á Hlemm um kl. 10 í morgun með mömmu og pabba með mér í þetta skiptið.


Það var töluvert hlýrra í veðri í dag en síðasta laugardag en í staðinn meiri vindur. Eins og sést á meðfylgjandi mynd af leiðinni fórum við þvers og krus um bæinn og enduðum svo á kaffihúsi/bakaríi um hádegisbilið og fengum okkur að borða. Mér fannst heimferðin erfiðust þar sem vindur var stífur á móti alla leiðina.


En að sama skapi er gaman að hjólaferðum og að fara í hóp er ekki verra. Og alltaf finnst mér jafn undarlegt hvað maður er fljótur og vegalengdir virka styttri á hjólinu en þegar setið er í bíl (ég veit það hljómar öfugsnúið en það er mín upplifun engu að síður).

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...