19. júlí 2012

Skemmtilegur ferðamáti?

Bylgjan spyr spurninga á vísi.is á hverjum degi.  Þann 16. júní síðastliðinn var spurt um hvaða ferðamáti fólki finnst skemmtilegastur og niðustaðan kom mér verulega á óvart.  Getur verið að ég hafi misskilið spurninguna? 
Skemmtilegustu ferðamátarnir skv. könnuninni voru bíll og flug (Slóð hér).  Báðir mjög leiðinlegir ferðamátar að mínu mati, sem koma manni hinsvegar oft á skemmtilega staði.  Og getur það ekki einmitt verið það sem fólk átti við þegar það svaraði?
Ég bara neita að trúa því að nokkur hafi virkilega gaman að því að sitja í bíl eða í þrengslum og hávaða í flugvél.

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...