18. október 2012

Haustið

Svakalega dimmir hratt þessa dagana.  Undanfarnar morgna hafa götuljósin verið slökkt þegar ég er á leið til vinnu (komst alltaf aðeins nær miðbænum í hvert skipti), en í morgun loguðu þau alla leiðina.  Auðvitað hefur skýjafar áhrif líka, en það er farið að verða ansi dimmt. Nýja ljósið mitt reynist vel, sem reyndar varð til þess að ég fórnaði körfunni og ég sakna hennar svolítið.  Svo eru komnar nýjar rafhlöður í afturljósið og því er ég tilbúin í skammdegið.

Það hefur líka verið frekar kalt (hitinn rétt undir frostmarki og aðeins blástur) og maður hefur þurft að klæða sig aðeins meira, hafa eitthvað um háls og höfuð.  Og svo er maður farinn að spá í það að setja nagladekkin undir hjólið.  Ég hef mætt einum og einum sem eru þegar komnir með naglana undir, enn eru þó götur og stígar þurrir og lausir við hálku.  Kannski maður setji naglana undir um helgina því ekki vil ég láta koma mér á óvart.  Líka hef ég fengið ómótsæðilegt boð um að láta gera þetta fyrir mig og ég skal viðurkenna að allt svona dútl við tæki og tól finnst mér ekki skemmtilegt.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...