20. desember 2012

Jólin eru að koma

Skrítið kominn 20. desember og við ekki enn farin að baka piparkökur fyrir jólin.  Nú þegar frumburðurinn er í Háskóla og sú yngri langt komin með menntaskólann og ég að dandalast í tveimur kórum þá er ekki mikill tími aflögu til piparkökugerðar.  Kannski við skellum í kökur og hús um helgina - vonandi því það er bara skrítið að vera ekki með piparkökur um jólin.

Í gærkvöldi söng ég á tvennum jólatónleikum.  Fyrst kl. 20 í Áskirkju og svo kl. 22 í Dómkirkjunni.  Notarleg og hátíðleg stemming á báðum stöðum.  Þó fannst mér toppurinn að syngja "Heims um ból" í lokin í Dómkirkjunni haldandi á logandi kerti og kórinn dreifður um kirkjuna.

Svo hlakka ég til að smakka Írsku-jólakökuna á aðfangadag.  Kakan er bökuð mánuði fyrir jól og vökvuð með brandy í viku áður en marsípan og sykurhjúpur er svo settur yfir hana.  En hér er mynd af kökunni í ár.

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...