11. júní 2014

Gamla hjólið mitt.

Í lok maí setti ég sumardekkin undir gamla hjólið mitt.  Auðvitað settist ég upp á það og tók smávægilegan hring (hef ekki hjólað á því síðan ég fékk nýja hjólið) - og þvílíkt áfall.  Þetta hjól sem hefur verið mér tryggur ferðafélagi í 7 ár er hræðilegt, lætur illa að stjórn, er þung og mér fannst ég begja mig langt fram og vera með höfuðið niður við götu.  Mér leið verulega illa eftir þetta, hef aldrei upplifað hjól svona áður en ég hafði átt von á því að upplifa "komin heim" tilfinningu við að stíga á gamla fákinn.
Síðan þá hef ég einu sinni prófað hjólið aftur og nú ekki með sömu væntingar.  Það er enn eins og að fara á gamlan traktor en þó ekki eins slæm upplifun og síðast.  Mér finnst samt ekki spennandi að þurfa að hjóla á því næsta vetur og nú er spurningin hvað er til ráða?  Kannski ég steli hjólinu frá eiginmanninum en það er ekki eins svakalega þunglamalegt og þetta hjól.
En þó er rétt að taka fram að ég á eftir að láta yfirfara hjólið eftir veturinn og það gæti eitthvað skánað við það (vonandi).

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...