14. ágúst 2014

Hjólaði kringum Grafarvoginn.


Í morgun stóðst ég ekki að fara út að hjóla.  Það var glampandi sól en ekkert sérstaklega hlýtt (fín fyrir hjólatúrinn) og ég sett i stefnuna á Grafarvoginn.  Einhverntíman hjólaði ég hringinn í kringum hann með eldri stelpunni minni og höfðum við mjög gaman að.  Núna er ég á borgarhjóli og var ekki viss um að það hentaði á malarstíginn (eða hvort búið væri að malbika hann ???).  Allaveg og í versta falli mundi ég snúa við og fara sömu leið til baka.  En þegar til kom gekk allt ljómandi vel.  Skógarstígurinn er þröngur og því  fór ég varlega, mætti bara einum skokkara svo það var engin hætta.
Góð byrjun á góðum degi.



Hér er ég hjá bryggjuhverfinu og er þetta skýrt dæmi um svokallaðar óskalínur.  Þ.e. stígurinn er ekki lagður eins og hentar vegfarendum best og þess vegna er kominn aukastígur þar sem heppilegast er að fara um.

 Endaði svo með því að fara í bakaríið í Holtagörðum og kaupa bakkelsi með morgunmatnum fyrir fjölskylduna sem hefði átt að  vera að skríða á fætum um það  leiti sem ég kom heim.  Þetta listaverk er á húsvegg við Skútuvog og það lífgar aldeilis upp á umhverfið.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...