21. október 2014

Fyrsti snjór vetrarins


Þessu var nú spáð svo það kom ekki sérlega á óvart, en alltaf er nýfallinn snjórinn jafn falleg sjón.
Fór fyrstu ferð á vetrarhjólinu í gær (já nú er maður orðin svona flottur á því að eiga sumar- og vetrarhjól).

Í morgun lagði ég svo af stað nokkuð fyrr en venjulega ef færðin væri slæm.  Finn að ég treysti ekki hjólinu alveg og nagladekkjunum, en það er oft þannig í fyrsta snjó og hálku.  En ég var ekki mikið lengur en venjulega í vinnuna og þó ekki væri búið að skafa nema hluta af leiðinni þá kom það ekki að sök, enda snjórinn ekki það mikill og alls ekki þungur.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...