31. ágúst 2016

Hjólað í ágúst 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 333 km, þar af 288 km til og frá vinnu og 45 km annað. 
Sá að meðaltali 19 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 9. ágúst en þá sá ég 26 og fæsta 10. ágúst eða 8 en þann dag var mótvindur og mjög rigningarlegt.
Hjólaði 14 af 22 vinnudögum, tók 7 orlofsdaga og einn dag fékk ég far.

22. ágúst hætti ég að hjóla alla leið, þ.e. ég hjóla upp að Olís í Norðlingaholti og fæ far þaðan.  Þetta geri ég af því að sólin er svo lágt á lofti og ég er hrædd um að hún blindi bílstjóra þannig að þeir sjái mig ekki í vegkantinum.  Það er áhætta sem ég er ekki tilbúin að taka.  Draumurinn er auðvitað að geta komist þetta á aðskildum stíg og þurfa ekki að hjóla meðfram þjóðvegi 1 og svo Nesjavallaleið í framhaldi, en það er fjarlægur draumur er ég hrædd um.

Hér er svo til gamans samantekt á heildar hreyfingu minni frá því ég hóf að nota endomondo.



Og til enn frekari skemmtunar set ég her  fyrstu svona myndina sem ég setti inn á bloggið mitt. Það var í 1. apríl 2014 en ég hóf að nota endomondoið ári fyrr, eða í apríl 2013.  Eins og sjá má þá hafa tölurnar aðeins breyst og örlítið bæst í vegalengdina umhverfis jörðina og til tunglsins.



19. ágúst 2016

Mynd af mér og hjólinu

Dóttir mín, Hrund Elíasdóttir, tók þessa mynd af mér og hjólinu mínu á filmumyndavélina sína.

3. ágúst 2016

Hjólað í júlí 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 347 km, þar af 230 km til og frá vinnu og 117 km annað. Sá að meðaltali 14 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Áður en ég fór að hjóla þessa leið bjóst ég við að sjá mikið fleiri á hjóli, en málið er að ég legg af stað svo snemma og er á ferð um Elliðaárdalinn fyrir hálf átta og þá eru ekki margir aðrir farnir af stað.  Eða ég held að það sé ástæðan.  Flesta sá ég 5. júlí en þá sá ég 22 og fæsta 21. og 22. júlí eða 8 (hvorn daginn fyrir sig) en þá daga var grenjandi rigning.
Hjólaði 10 af 21 vinnudegi, tók 10 orlofsdaga og einn dag var ég á bíl vegna jarðarfarar.




Hér fyrir ofan er skýrsla frá endomondo.  Þar sést hversu mikla hreyfingu ég hef skráð í júlí mánuði.  Eins og sést þá labbaði ég örlítið og fór í tvo hjólatúra sem voru ekki samgöngutengdir þ.e. ég hjólaði bara eitthvað út í buskann til að hjóla en ekki til að koma mér á ákveðinn áfangastað.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...