3. ágúst 2016

Hjólað í júlí 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 347 km, þar af 230 km til og frá vinnu og 117 km annað. Sá að meðaltali 14 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Áður en ég fór að hjóla þessa leið bjóst ég við að sjá mikið fleiri á hjóli, en málið er að ég legg af stað svo snemma og er á ferð um Elliðaárdalinn fyrir hálf átta og þá eru ekki margir aðrir farnir af stað.  Eða ég held að það sé ástæðan.  Flesta sá ég 5. júlí en þá sá ég 22 og fæsta 21. og 22. júlí eða 8 (hvorn daginn fyrir sig) en þá daga var grenjandi rigning.
Hjólaði 10 af 21 vinnudegi, tók 10 orlofsdaga og einn dag var ég á bíl vegna jarðarfarar.




Hér fyrir ofan er skýrsla frá endomondo.  Þar sést hversu mikla hreyfingu ég hef skráð í júlí mánuði.  Eins og sést þá labbaði ég örlítið og fór í tvo hjólatúra sem voru ekki samgöngutengdir þ.e. ég hjólaði bara eitthvað út í buskann til að hjóla en ekki til að koma mér á ákveðinn áfangastað.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...