1. október 2016

Hjólað í september 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 428 km, þar af 318 km til og frá vinnu og 110 km annað. 
Sá að meðaltali 13 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 20. sept. en þá sá ég 20 og fæsta 19. sept. eða 7 en þann dag var rigning.
Hjólaði 20 af 22 vinnudögum, en einn daginn skildi ég hjólið eftir í vinnunni og fékk far heim vegna slagveðurs og hinn daginn var tónleikastúss og ég hjólaði á æfingar og tónleika en fór á bíl í vinnuna.

Þann 26. september skipti ég yfir á vetrarhjólið af því að ljósin á fína hjólinu mínu neita að virka.  Ég ætla mér að setja nagladekkin undir einhverja næstu daga og vera þar með undirbúin fyrir komandi vetur.

Svona er staðan mín hjá endomondo, 832 hamborgarar í kaloríubrennslu!  Þetta eru samt ekki mjög nákvæm fræði þar sem ég er t.d. ekki með púlsmæli.  Hef tekið eftir því að ef mótvindur er mikill og ég rétt sniglast áfram af þvi ég hef hreinlega ekki kraft á við vindinn þá er kaloríutalningin frekar lág því forritið veit ekki af vindinum og puðinu sem á sér stað.  Enda er þetta nú meira til gamans.




Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...